






Our Hearty Fishsoup
Hvað sem þú gerir á Vatnsnesi…..
ekki missa af yndislegri stund á Geitafelli.
Hér getur þú bragðað undursamlega góða fiskisúpu og annað sjávarfang, borið fram með heimabökuðu brauði og salati sem er ræktað á staðnum. Aðeins ferskasta hráefni er notað á Geitafelli og aðföng sótt í heimabyggð svo útkoman verður aldrei annað en dásamleg.
Opið daglega frá kl. 11:00 til 21:00, frá 5. maí til 31. ágúst.
Hægt er að bóka hópa allan ársins hring fyrir allt að 80 manns.
Nánari upplýsingar í síma :
861 2503
Á Geitafelli getur þú einnig farið í langar eða stuttar göngur uppá fjall eða niðrí fjöru, klappað hestunum, skoðað Turnsafnið (frítt inn og leiðsögn fyrir matargesti) og skoðað gamlar rústir sem sumar hafa verið endurhlaðnar.